top of page
IMG_1044_edited.jpg

FROSTASTAÐIR Í SKAGAFIRÐI

Frostastaðir er sveitabær í Skagafirði, 12 km frá Varmahlíð. Í boði er gisting í tveimur vel útbúnum íbúðum. Annarsvegar studio íbúð sem rúmar þrjá gesti og hinsvegar íbúð með tveimur svefnherbergjum sem rúmar fjóra gesti.

Heim: Welcome
61086997_2306377332915465_4570253611384176640_o_edited.jpg

VERIÐ VELKOMIN Í FROSTASTAÐI

Sveitagisting í Skagafirði

Á Frostastöðum er rekið sauðfjárbú og ferðaþjónusta. Við erum staðsett við þjóðveg 76, Siglufjarðarveg. Við bjóðum gistingu í tveimur íbúðum í fallega uppgerðu íbúðarhúsi. Önnur íbúðin er studio íbúð í risi sem rúmar tvo-þrjá í gistingu (tvöfalt rúm og svefnsófi). Þar er sér baðherbergi og eldunaraðstaða. Þetta er notaleg íbúð með sérlega fallegu útsýni. Í hinni íbúðinni eru tvö tveggja manna herbergi sem deila baðherbergi. Einnig er þar rúmgott eldhús, vel búið tækjum og falleg setustofa. Þarna rúmast fjórir í gistingu og möguleiki að bæta við aukarúmi í öðru herberginu.


Gestir geta fengið keyptan morgunverð auk kvöldverðar en nauðsynlegt er að panta það fyrirfram. Andrúmsloftið er heimilislegt og hlýlegt og við leggjum okkur fram við að taka vel á móti gestum okkar.

Verið velkomin í Frostastaði!

Heim: About
Heim: Instagram
2.jpg

NJÓTTU VEL 

Hér er dásamlegt að sitja og spjalla um heima og geima. Njóta útsýnisins og hafa það gott.

Heim: Amenities
Superhost.jpg
Booking.jpg

FRAMÚRSKARANDI EINKUNN Á BOOKING.COM

Það er gott að sjá að gestirnir okkar hafa verið ánægðir með dvölina á Frostastöðum.

VIÐ ER OFURGESTGJAFAR

Ofurgestgjafar eru vel metnir og reyndir gestgjafar sem leggja sig fram um að veita gestum sínum framúrskarandi gistingu.

HAFA SAMBAND

Frostastaðir
560 Varmahlíð
Skagafjörður

(+354) 8685050 / 8482020

  • Facebook
  • Instagram
CoverPic.jpg
Heim: Contact
bottom of page