top of page

ÞAÐ ÞARF ENGINN AÐ LÁTA SÉR LEIÐAST Í SKAGAFIRÐI. VIÐ MÆLUM MEÐ ÞESSU:

1538734240_sundlaugin-i-varmahlid-2017-1200x640_edited.jpg
Skagafjörðurinn: Event Spaces

Sundlaugin í Varmahlíð

Sundlaugin í Varmahlíð er frábær, sérstaklega fyrir fjölskyldur með börn. Þar eru tvær rennibrautir og grunn laug með heitu vatni, mjög gott að vera með ung börn þar.

Skagafjörðurinn: Text
sundlaug_hofsos_edited.jpg
Skagafjörðurinn: Image

Sundlaugin í Hofsós

Sundlaugin á Hofsósi er ein flottasta sundlaug landsins. Hönnun laugarinnar hefur unnið til verðlauna og útsýnið úr henni yfir fjörðinn er alveg einstakt. Sé gengið frá bílastæði laugarinnar niður í fjöru gefur að líta fallegt stuðlaberg.

Sjá hér um opnunartíma sundlauganna:

Skagafjörðurinn: Text
kakalaskali-2010-037_edited.jpg
Skagafjörðurinn: Image

Kakalaskáli

Kakalaskáli við Kringlumýri er einstakt safn sem er helgað atburðum Sturlungaaldar. Á safninu túlka listamenn af ýmsum þjóðernum sögu Þórðar kakala með fjölbreyttum listaverkum sínum. Hljóðleiðsögn er um safnið. Það er eldhuginn Sigurður Hansen sem hefur byggt upp þetta safn ásamt því að setja á svið Haugsnessbardaga á eyrunum við Haugsnes. Hægt er að ganga að grjóthernum frá veginum upp að Kakalaskála og þar er einnig upplýsingaskilti um bardagann. Sjón er sögu ríkari.

https://www.kakalaskali.is/

Skagafjörðurinn: Text
Church_in_H%C3%B3lar_with_H%C3%B3lar_University_College_in_the_background_edited.jpg
Skagafjörðurinn: Image

Hólar í Hjaltadal

Allir ættu að heimsækja þennan forna menningarstað þar sem hefur verið kirkjustaður, biskupssetur og skólahald síðan land byggðist. Dómkirkjan er ein örfárra steinkirkja á Íslandi og ein sú elsta, vígð 1763. Háskólinn á Hólum er til húsa í skólahúsinu og þar er einnig rekinn veitingastaður að sumarlagi. Það eru frábærar gönguleiðir um skógræktina og upplagt að ganga upp í Gvendarskál í Hólabyrðu að altari Guðmundar góða biskups.  Að vetrarlagi eru lagðar gönguskíðabrautir um skóginn, bæði fyrir byrjendur og vana.

https://www.visitholar.is/yfirlit?lang=en
https://gonguleidir.is/listing/gvendarskal-i-holabyrdu/

Skagafjörðurinn: Text
tindastoll-ski-area_edited.jpg
Skagafjörðurinn: Image

Skíðasvæðið í Tindastól

Skíðasvæðið í Tindastóli við Sauðárkrók býður uppá frábæra aðstöðu til skíða -og brettaiðkunar. Hér eru tvær lyftur sem fara uppí 900 m hæð ásamt töfrateppi, gönguskíðabrautir og sérstök braut fyrir brettafólk. Veitingaskáli er á svæðinu þar sem hægt að að kaupa léttar veitingar. Biðraðir eru styttri en á stærri skíðasvæðum og leigt er að leigja allan útbúnað.

https://skitindastoll.is/

Skagafjörðurinn: Text
saudarkrokur-is-the-largest-settlement-in-skagafjordur_edited.jpg
Skagafjörðurinn: Image

Sauðárkrókur

Á Sauðárkróki eru matvörubúðir auk nokkurra veitingastaða. Við mælum með Gránu bistro sem er til húsa í gamalli kaupfélagsverslun í gamla bænum á Sauðárkróki og er hluti setursins 1238 https://www.facebook.com/granabistro/

Við mælum líka með Bakaríinu á Krók sem er frábært og alltaf hægt að fá eitthvað gómsætt þar.

https://www.saudarkroksbakari.net/

Skagafjörðurinn: Text
varmahlid-juli-2017_edited.jpg
Skagafjörðurinn: Image

Varmahlíð

Í Varmahlíð er rekin upplýsingamiðstöð og þar er einnig verslunin Alþýðulist þar sem hægt er að kaupa fjölbreytt handverk, framleitt í Skagafirði.

https://www.facebook.com/althydulist/

https://www.northiceland.is/is/afthreying/thjonusta/varmahlid-regional-information-center

Skagafjörðurinn: Text
1c506e4c17558dc805f61a9ed38e5c78_edited.jpg
Skagafjörðurinn: Image

Vesturfarasetrið, Hofsós

Hofsós er lítið þorp “út að austan” eins og það heitir hér í Skagafirði. Það státar af vinsælli sundlaug en það er líka gaman að ganga niður að höfninni þar. Þar, í nokkrum húsum, er til húsa frábært safn sem heitir Vesturfararsetrið. Þar er fjallað um ástæður þess að Íslendingar fluttust vestur um haf en einnig fylgst með fyrstu árum þeirra í nýjum heimkynnum. Það er tilvalið að taka sér góðan tíma í að skoða þetta safn og umhverfi þess. Svo er hægt að fá sér hressingu í Sólvík, litlum veitingastað við safnið, eða heimsækja útibú Kaupfélagsins á Hofsósi en þar rétt við eru leiktæki fyrir börnin.


https://www.northiceland.is/en/what-to-see-do/towns/hofsos
http://hofsos.is/en/front-page/

Skagafjörðurinn: Text
Skagafjörðurinn: Video
bottom of page